Ábyrgð okkar

Við getum ekki bjargað öllum

Þýðir það að við eigum ekki að reyna að bjarga öllum?

Hver og einn er partur af öllum.

Með því að bjarga öllum, bjargar maður sjálfum sér. Með því að bjarga eingöngu sjálfum sér, og glata öðrum, verður maður einn í heiminum og tilvist þar með endar, þar sem tilvistin er háð öllum öðrum.

Það versta þó, er að reyna hvorki að bjarga öðrum, né sjálfum sér.

Að sitja með hendur í vösum

Lofthjúpur jarðar er örþunn skán á jarðkúlunni, svo ótrúlega örþunn skán.

Eftir að við lærðum að nota eld, lá leiðin í þá átt að við færðum náttúru jarðarinnar í ójafnvægi sem breytir umhverfi okkar hraðar en við getum aðlagast.

Íhaldssemi er skynsöm leið til tryggja sig gegn mistökum og minnkar líkur á áföllum, en um leið getur heft framfarir og nauðsynlegar breytingar ef íhaldssemin fer úr í átrúnað. Hvað varðar loftslagsmál þá er íhaldssemin ekki vinur okkar ef núverandi umgengni okkar við náttúruna gerir út um tilvist komandi kynslóða.

Við höfum val um að deyja út sem tegund, fyrr, eða síðar. Það er valið.

Það er ekki í boði annað en að afkomendur gjaldi fyrir lifnaðarhætti okkar, þeir verða ekki til öðruvísi en fyrir lifnaðarhætti okkar, við erum orsökin fyrir tilvist þeirra, en það er annað og meira í boði að lifa þannig að ekki geti búið hér komandi kynslóðir.

Okkur býðst, að reyna

Sú uppgjöf að reyna ekki strax að minnka breytingar sem við völdum á náttúrunni, sú fastmótaða skoðun að best sé að sitja hjá með hendur í vösum á meðan hver skynsamur maður getur framreiknað í hvað stefnir, er mér óskiljanleg. Að við höfum vitað í hvað stefndi, en fundið okkur afsakanir til að bruðla. Afsakanir eins og til dæmis „við vissum bara ekki nógu mikið til að reyna.“ Hvort ætli komandi kynslóðir muni segja “Forfeður okkar vissu bara ekki betur”, eða “Forfeður okkar vissu þetta, en ákváðu að aðhafast ekkert”.

Mig langar að hrekja þá röksemdarfærslu, að við skipti engu máli hvað við gerum til að reyna að bæta ástandið. Það er vissulega svo að það er ómögulegt fyrir okkur að vera til án þess að hafa áhrif á umhverfi okkar. Allt sem er hefur áhrif á umhverfi sitt, og allt er háð hvort öðru. Því er haldið fram að við þyrftum að fórna öllu og flyja í hella með ekkert nema í mesta lagi hnífa til að lifa af, og myndum þá etv. ná 35 ára aldri, og þar fram eftir götunum. Þetta er bull. Það er alveg sama hvað við myndum fórna miklu, öllu eða litlu, við höfum alltaf áhrif á umhverfi okkar og náttúru með tilvist okkar. Málefnið snýst um það að minnka áhrif okkar, til að gefa okkur lengri tilvistartíma á jörðinni, til þess að vitsmunir okkar, þróun og aðlögunarhæfni haldi í við breytingarnar á umhverfinu. Þetta snýst um það.

Ef allir gera eitthvað, hversu lítið sem það er, hefur það stór áhrif.

Allir skynsamir menn sjá að það er ekki skynsamlegt að veðja á að þær hröðu breytingar á náttúrunni sem við völdum, verði ekkert vandamál.

Hvort sem rafmagnsbílar eða endurvinnsla séu skottulækningar tilbúnar af fólki sem hagnast á óttanum, og hvort sem vísindamenn hafi atvinnu af óttanum við loftslagsbreytingar, þá eru mælitækin ekki biluð. Að ákveða að gögnin úr mælitækjunum séu fölsuð er ekki góð afsökun til að halda áfram eins og ekkert sé. Þó svo að það sé til hagkerfi nú í kringum heimsendaspár, gjaldfellir það ekki staðreyndirnar, mælanlegu breytingarnar og rökstuddar áætlanir um áhrif þessara breytinga á tilvist okkar.

Eitt af vandamálunum er það, að náttúran breytist af okkar völdum svo hratt, að við sem tegund getum ekki aðlagast breytingunum. Náttúran er ótrúleg, hún losar sig við okkur ef svo má segja. Ekki bara þann hluta sem er til vandræða, heldur öll ef fer sem horfir.

Að deyja út sem tegund er óþarfi þar sem gáfur okkar ættu að vera nógar til að bjarga tegundinni, sé til þess vilji og skilningur á ástandinu og í hvað stefnir.

Ótti við breytingar og varnarviðbrögð geta leitt af sér hvata til framfara, en einnig verið ákaflega til trafala ef fólk vill ekki mæta vandamálinu á heiðarlegan hátt. Sjá myndband:

Vefsíðan https://www.skepticalscience.com/ lýsir sér með orðalaginu “Getting skeptical about global warming skepticism”.  Þar eru þörf innlegg inn í umræðuna og getur hjálpað fólki að mynda sér sjálfstæða skoðun byggða á skynsemi.

Hér er skjal: The_history_of_emissions_and_the_Great_Acceleration.pdf sem að er vistað afrit af vefsíðu https://skepticalscience.com/ þar sem síðuhöfundur talar á mannamáli um loftslagmál.

The fifth Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC) report was released on September 27th. In anticipation of the widespread news coverage of this auspicious report, climate contrarians appear to be in damage control mode, trying to build up skeptical spin in media climate stories. This page provides debunkings of the more common myths regarding the IPCC. Click on the one-line debunking for a detailed rebuttal. Short URLs for each rebuttal are also provided for easy sharing.

  Climate Myth vs What the Science Says Short URL
1 IPCC global warming projections were wrong” Global surface temperature measurements have fallen within the range of IPCC model projections. http://sks.to/projections
2 IPCC admits global warming has paused” The overall warming of the global climate has continued at a rate equivalent to 4 Hiroshima atomic bomb detonations per second. http://sks.to/ipccpause
3 IPCC human-caused global warming attribution confidence is unfounded” The IPCC 95% confidence that humans are responsible for most of the current global warming is simply a summary of the peer-reviewed scientific research. http://sks.to/confidence
4 IPCC is alarmist” Numerous papers have documented how IPCC predictions are more likely to underestimate the climate response. http://sks.to/underestimat
5 “The IPCC consensus is phoney” 113 nations signed onto the 2007 IPCC report, which is simply a summary of the current body of climate science evidence. http://sks.to/hulme
6 IPCC were wrong about Himalayan glaciers” Glaciers are in rapid retreat worldwide, despite 1 error in 1 paragraph in a 1000 page IPCC report. http://sks.to/himalaya
7 IPCC overestimate temperature rise” Monckton used the IPCC equation in an inappropriate manner. http://sks.to/overestimate
8 IPCC were wrong about Amazon rainforests” The IPCC statement on Amazon rainforests was correct, and was incorrectly reported in some media. http://sks.to/amazon
9 Skeptics were kept out of the IPCC?” Official records, Editors and emails suggest CRU scientists acted in the spirit if not the letter of IPCC rules. http://sks.to/ipccskeptic

kip 2020